Sýnatökum komið undir þak

Bílastæðakjallarinn við Austurveg 3-5. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Frá og með mánudeginum 19. október munu allar sýnatökur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi vegna COVID-19 færast í bílastæðakjallarann við Austurveg 3-5 á Selfossi.

Aðkoma verður frá Kirkjuvegi inn á Selfossveg, meðfram Ölfusá og inn í húsið norðanmegin og síðan út austur Árveg.

Sýni eru tekin í gegnum opna bílrúðu en þeir sem koma gangandi fara í röð við innganginn. Brýnt er fyrir fólki að vera með maska og hanska þegar þeir mæta.

Fyrri greinHólmfríður kölluð inn fyrir Dagnýju
Næsta grein450 þúsund skref í þágu góðs málefnis