Sylvía Karen í starf sveitarstjóra

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum í gær að fela Sylvíu Karen Heimisdóttur að taka að sér verkefni sveitarstjóra tímabundið.

Sylvía Karen hefur gegnt starfi aðalbókara sveitarfélagsins að undanförnu. Hún tekur við starfi sveitarstjóra af Kristófer Tómassyni sem sagði upp á dögunum.

Allnokkrar umræður urðu um málið á fundi sveitarstjórnar í gær en einnig var lagt til starfshlutfall Hrannar Jónsdóttur þjónustufulltrúa verði aukið í 100% tímabundið.

Ingvar Hjálmarsson, fulltrúi Afls til uppbyggingar, samþykkti tillögu meirihlutans í Okkar sveit um ráðninguna, en Anna Sigríður Valdimarsdóttir, fulltrúi Grósku, sat hjá þar sem Gróska talaði fyrir því að auglýsa starf sveitarstjóra fyrir síðustu kosningar.

Fyrri greinSumar og vetur frusu ekki saman
Næsta greinListi Viðreisnar í Suðurkjördæmi tilbúinn