Svipuð heildarvelta og á síðustu árum

Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Alls var 84 kaupsamningum um fasteignir á Suðurlandi þinglýst í ágúst. Þar af voru 18 samningar um eignir í fjölbýli, 48 samningar um eignir í sérbýli og 18 samningar um annars konar eignir.

Heildarveltan var rúmlega 2,5 milljarðar króna og meðalupphæð á samning 30,1 milljón króna. Þetta er svipuð heildarvelta og í ágúst undanfarin tvö ár.

Af þessum 84 voru 46 samningar um eignir á Selfossi, í Þorlákshöfn og Hveragerði. Þar af voru 14 samningar um eignir í fjölbýli, 31 samningur um eignir í sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir. Heildarveltan á Árborgarsvæðinu var tæplega 1,5 milljarður króna og meðalupphæð á samning 32,2 milljónir króna. Þetta er nánast sama heildarvelta og í ágúst í fyrra á þessu svæði.

Í frétt frá Þjóðskrá Íslands segir að meðalupphæð kaupsamnings sé ekki hægt að túlka sem meðalverð eigna og þar með sem vísbendingu um verðþróun. Þetta er vegna þess að hver kaupsamningur getur verið um fleiri en eina eign auk þess sem eignir eru misstórar, misgamlar o.s.frv.

Fyrri greinEinn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur
Næsta grein„Héldum áfram og munum halda áfram“