Sviptur eftir ofsaakstur við Klaustur

Lög­regl­an á Suður­landi stöðvaði erlendan ferðamann á 170 km/klst hraða við Kirkju­bæj­arklaust­ur í dag.

Hann var svipt­ur öku­rétt­ind­um á staðnum og þarf að greiða háa sekt.

mbl.is greinir frá þessu.

Þá stöðvaði lögreglan ökumann í upp­sveit­um Árnes­sýslu í dag sá ók farþegum í at­vinnu­skyni án allra til­skil­inna leyfa. Hann hafði hvorki leigu­bíla­rétt­indi né meira­próf og bif­reiðin var ekki skráð sem leigu­bif­reið.

Frétt mbl.is

Fyrri greinSkilti afhjúpað á Vinatorgi
Næsta grein„Gerum þetta enn stærra á næsta ári“