Svikahrappur kærður fyrir miðasölusvik

Lögreglunni á Selfossi hefur borist kæra vegna fjársvika manns sem auglýsti miða á bland.is á landsleik Íslands og Króatíu. Hann lét sig hverfa eftir að hafa tekið við 17 þúsund króna miðagreiðslu með millifærslu.

Sá sem varð fyrir barðinu á svikaranum greiddi inn á bankareikning hans samtals 17.000 krónur og átti að fá fimm miða á landsleikinn fyrir þá upphæð.

Eftir að hafa greitt inn á reikning mannsins hefur ekki náðst til svikarans.

Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Selfossi. Lögreglan segir ástæðu fyrir fólk til að vera á varðbergi gagnvart þeim sem eru að selja vörur og annað á netinu að staðreyna traust þess sem auglýsir.

Þar sem um millifærslu á bankareikning er að ræða þá veit lögreglan hver svikahrappurinn er og samkvæmt heimildum sunnlenska.is virðist hann nýta sér þessa aðferð, að blekkja fólk með því að auglýsa vörur á netinu. Svikarinn er með lögheimili á Akureyri og því mun lögreglan á Akureyri koma að rannsókn málsins.

UPPFÆRT KL. 10:33

Fyrri greinStöðug uppbygging í Hestheimum
Næsta greinSilja Dögg: Enginn með lygaramerki á tánum