Svifvængjaflugmaður slasaðist vestan í Reynisfjalli í Mýrdal eftir hádegi í dag þegar hann lenti harkalega á syllu í fjallinu.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til vegna slyssins, en hún var stödd í nágrenninu í hálendiseftirliti.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi liggja meiðsli mannsins ekki fyrir en hann var með meðvitund þegar viðbragðsaðilar mættu á vettvang.
Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.