Sviðsettu árekstur í Hveragerði

Tryggingafélag hefur kært tvo menn til lögreglunnar á Selfossi fyrir meint tryggingasvik. Mönnunum er ætlað að hafa sviðsett árekstur í Hveragerði í lok febrúar.

Áreksturinn var með þeim hætti að bakkað var á kyrrstæðan bíl á bílastæði. Mennirnir útbjuggu tjónaskýrslu og reyndu að fá bætur frá tryggingafélaginu en þar vaknaði grunur um að áreksturinn hafi verið sviðssettur.

Lögregla hefur yfirheyrt mennina en málið er enn í rannsókn.

Fyrri greinSnarpur skjálfti í Eyjafjallajökli
Næsta greinVonbrigði í vesturbænum