Sviðsmyndin skilin eftir

Rusl eftir kvikmyndagerðarmenn, sennilegast hluti sviðsmyndar liggur enn þar sem teknir voru upp hluti þáttanna Game of Thrones í vetur sem leið uppi í Lambaskörðum á Kerlingadalsheiðum í Mýrdal.

Um er að ræða stóra, hvíta gervisteina úr gipsi og vírneti, sem liggja innan um grjót sem einnig var flutt á staðinn og stingur nokkuð í stúf við annað í náttúrunni þar.

Skammt frá liggur ennþá nokkuð af timbri og öðru drasli eftir kvikmyndatökur á Bjólfskviðu fyrir nokkrum árum. „Það er hundfúlt að menn hirði ekki upp eftir sig draslið,“ segir Karl Pálmason, bóndi í Kerlingadal.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu sem kom út í dag, miðvikudag.