Sverð og skoðunarmiðar fundust við húsleit

Lögreglumenn á Selfossi lögðu hald á sverð sem var í fórum manns sem sætti húsleit um helgina.

Auk þess fundust nokkrir bifreiðaskoðunarmiðar fyrir árið 2013 hjá manninum.

Önnur húsleit var gerð hjá ungum manni á Selfossi um helgina og hjá honum fannst smávegis af kannabis og nokkur kannabisfræ.