Sveppir sendir í efnagreiningu

Þrjú minni háttar fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni á Selfossi í síðustu viku.

Í einu tilviki voru tveir ungir menn teknir með sveppi sem þeir höfðu verið að tína upp á Selfossi. Sveppirnir voru haldlagðir og verða sendir til efnagreiningar á rannsóknarstofu Háskóla Íslands.

Lögrelgumenn höfðu afskipti af ungmennum sem voru inni á skemmtistað á Selfossi aðfaranótt sunnudags. Þremur einstaklingum innan við 18 ára aldur var vísað úr húsi og þeim ekið til forráðamann. Í sömu ferð komu lögreglumenn í veg fyrir að gesti undir tvítugu væri selt áfengi af bar.

Átta ökumenn voru í vikunni kærðir fyrir hraðakstur, þrír fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og einn var kærður fyrir ölvunarakstur.

Fyrri greinEuropris lokar
Næsta greinJón Daði efnilegastur