Sveppi og Villi heimsækja Selfossbíó

Kvikmyndin Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum var frumsýnd í Selfossbíói í dag. Sveppi og Villi ætla að heimsækja Selfossbíó á morgun, laugardag kl. 13 og heilsa upp á aðdáendur sína.

Axel Ingi Viðarsson, bíóstjóri á Selfossi, segir að áhuginn fyrir nýju Sveppamyndinni sé mikill en um sé að ræða eina stærstu frumsýningu ársins. „Þetta er stærsta íslenska fjölskyldumynd ársins og það er greinilegt að áhuginn er mikill því það var frábær mæting á sýningarnar í dag og ég á ekki von á öðru en að hún verði vel frábærlega sótt um helgina,“ sagði Axel í samtali við sunnlenska.is.

Fjórar sýningar verða á myndinni bæði laugardag og sunnudag, tilboðssýningar kl. 10:30 og síðan eru sýningar kl. 13:00, 15:20 og 17:40.

Sveppi og Villi ætla einmitt að heimsækja bíógesti á Selfossi fyrir sýninguna kl. 13 á laugardag. „Það verður gaman að fá þá á svæðið og þetta verður væntanlega svaka stuð,“ segir Axel bíóstjóri að lokum.

Fyrri greinÁsahreppur tapaði í hörkuviðureign
Næsta greinBikarhelgi í körfunni