Sveitarstjórnin með viðtalstíma

Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur ákveðið að setja á fót viðtalstíma sveitarstjórnarmanna. Viðtalstímarnir verða á þriðjudögum kl. 10:30 – 11:30.

Tilgangur viðtalstímanna er að opna betur stjórnsýslu sveitarfélagsins fyrir íbúum, að þeir geti komið á framfæri hugmyndum sínum og fengið aðstoð sveitarstjórnarfulltrúa í að koma ákveðnum málefnum formlega fyrir sveitarstjórn.

Þann 21. febrúar verður Þorsteinn M. Kristinsson til viðtals, Jóhannes Gissurarson þann 28. febrúar, Þórunn Júlíusdóttir 6. mars og Jóhanna Jónsdóttir þann 13. mars.

Guðmundur Ingi Ingason, oddviti, hefur fasta viðtalstíma annan og fjórða mánudag í mánuði kl. 10 – 11:30.

Fyrri greinDýrast í sund í Árborg
Næsta greinMótmæla virkjun við Hagavatn