Sveitarstjórn vill rökstuðning fyrir lágu fasteignamati á vindmyllum

sunnlenska.is/Jóhanna SH

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps lýsir undrun sinni á því að fasteignamat tveggja vindmylla Landsvirkjunar á Hafinu fyrir ofan Búrfell sé jafn lágt og raun ber vitni.

Fasteignamat hvorrar myllu er tæplega 32,8 milljónir króna.

Í janúar í fyrra kærði sveitarfélagið útgefið mat til Þjóðskrár en á síðasta fundi sveitarstjórnar var lagt fram bréf frá Þjóðskrá þar sem fram kemur að fasteignamatið standi óbreytt.

Sveitarfélagið hefur óskað eftir rökstuðningi frá Þjóðskrá fyrir því að fasteignamat vindmyllanna standi óbreytt og lýsir undrun sinni á lágu mati.

Í bókun sveitarstjórnar segir að enginn vafi leiki að að matið sé langt undir stofnkostnaði mannvirkjanna.

Fyrri greinNýtt ár, ný markmið…
Næsta greinEyjakonur sterkari í lokin