Sveitarstjórn vill að ríkið bæti tjónið í Norðurhjáleigu

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fer fram á að almannatryggingakerfið taki til endurskoðunar skilgreiningu á því hvað telst til náttúruhamfara í ljósi nýliðinna atburða vegna tjóns af völdum skýstróks í Norðurhjáleigu.

Í bókun sveitarstjórnar segir að skýstrókar af þeirri stærðargráðu sem gengu yfir Norðurhjáleigu séu fyrirbrigði sem ekki er þekkt á Íslandi í sögulegu samhengi.

„Það er alveg ljóst að atburður af þessu tagi getur gerst aftur hvar sem er á landinu og engin leið að spá fyrir um slíkt líkt og önnur veðurfyrirbrigði. Skýstrókar eru ófyrirsjáanlegir með öllu og hefur Veðurstofa Íslands enga möguleika á að gefa út viðvaranir vegna þeirra. Sveitarstjórn fer fram á að viðeigandi stofnanir í samvinnu við ríkið bæti það tjón sem ábúendur í Norðurhjáleigu urðu fyrir þann 24. ágúst síðastliðinn,“ segir ennfremur í bókuninni.

Fyrri greinMatarkistan opnuð á Flúðum
Næsta grein„Erum í ansi vondum málum“