Sveitarstjóraskipti í Rangárþingi eystra

Anton Kári Halldórsson og Lilja Einarsdóttir. Ljósmynd/Rangárþing eystra

Lilja Einarsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Rangárþings eystra frá og með 15. júní síðastliðnum.

Lilja hefur setið í sveitarstjórn Rangárþings eystra í 10 ár og þar af síðastliðin sex ár sem oddviti. Hún tekur við starfinu af Antoni Kára Halldórssyni, en þau hafa leitt meirihlutasamstarf í sveitarstjórn síðastliðin 2 ár. Í tilkynningu á heimasíðu sveitarfélagsins segir að samstarfið hafi gengið einkar vel en samstarssamningur framboðanna gerði ráð fyrir þessum hlutverkaskiptum á þessum tímamótum.

Hlutverkaskiptin fóru fram á fundi sveitarstjórnar í gær en þar var Anton Kári kjörinn oddviti og Elín Fríða Sigurðardóttir varaoddviti. Nýir fulltrúar í byggðaráði, auk Antons Kára, eru Rafn Bergsson og Christiane L. Bahner.

Fyrri greinLögreglumaður smitaður af COVID-19
Næsta greinHamar opnaði Íslandsmótið á sigri