Sveitarfélög geta ekki bannað nauðungarsölur

Sveitarfélögum er ekki heimilt að hlutast til um nauðungaruppboð, að mati lögfræðideildar Sambands sveitarfélaga. Þetta er niðurstaða í áliti sem sambandið sendi sveitarstjórn Rangárþings ytra vegna fyrirspurnar varðandi réttaróvissu um útreikninga verðtryggra lána.

Sveitarstjórn fór þess á leit við sambandið að kannað yrði lögmæti þess að lýsa því yfir við embætti sýslumanns að það leggist gegn því að fasteignir gerðarþola í fullnustuaðgerðarmálum vegna verðtryggðra lána yrðu boðnar upp á meðan réttaróvissa ríkir um útreikninga slíkra lána, eins og það var orðað í ályktun sem borin var fram á sveitarstjórnarfundi.

Svar hefur nú borist og er niðurstaðan nokkuð ótvíræð hvað snertir heimild til að banna uppboðin.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinKiriyama spilar ekki í Keflavík
Næsta greinFær afhentan stíg vegna lagningar rafmagnsstrengs