Sveitarfélaginu skipaður ráðgjafi

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna hefur samþykkt að leggja Skaftárhreppi til ráðgjafa til að fara yfir og koma með tillögur til úrbóta í fjármálum sveitarfélagsins.

Að sögn Guðmundar Inga Ingasonar, oddvita, hefur sveitarstjórnin samþykkt þetta fyrirkomulag og aðeins er eftir að fá fjárveitingu fyrir ráðningunni.

Guðmundur segir að þessar ráðstafanir séu gerðar í skugga mjög þröngrar fjárhagsstöðu Skaftárhrepps og það væri ekkert leyndarmál að mjög væri ýtt á eftir sameiningum, meðal annars við Mýrdalshrepp.

“Ég sé ekki beinlínis tilganginn í að sameina tvö fjárvana sveitarfélög en við verðum að skoða alla möguleika,” sagði Guðmundur í samtali við Sunnlenska.