Sveitarfélagið styrkir Ingunni vegna drónakaupa

Ljósmynd/Björginarsveitin Ingunn

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að styrkja Björgunarsveitina Ingunni á Laugarvatni vegna kaupa á björgunardróna.

Ingunn sendi sveitarfélaginu styrkbeiðni þar sem óskað var eftir 200 þúsund króna styrk og varð sveitarstjórn við þeirri beiðni.

Drónar eru orðnir nauðsynlegur búnaður björgunarsveitanna en þeir nýtast fyrst og fremst sem leitartæki og geta sparað björgunarfólki sporin á svæðum sem eru erfið yfirferðar.

Vel útbúinn björgunardróni kostar á fimmtu milljón króna. Þeir sem vilja leggja Ingunni lið við kaup á drónanum geta styrkt sveitina með framlagi á reikning 0325-13-160, kt. 500692-2199.

Fyrri greinEnginn sótti um starf leikskólastjóra
Næsta greinMarkalaust þegar Fríða mætti á völlinn