Sveitarfélagið kaupir kaupfélagshúsin

Fasteignafélagið Reitir hefur tekið tilboði Rangárþings eystra í húsnæðið að Austurvegi 4 á Hvolsvelli. Kaupverðið er 70 milljónir króna. Um er að ræða verslunarhúsnæðið og annað sem í byggingunni er ásamt bröggunum og lóðinni.

Ekki er þó um að ræða verkstæðisbyggingar sem eru þar í grennd. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar en að sögn Hauks Kristjánssonar oddvita á eftir að fara yfir þá leigusamninga sem lúta að rekstrinum sem er í húsnæðinu.

Haukur segir tilganginn með kaupunum meðal annars auka við skrifstofurými sveitarfélagins, og að færa starfsemi þess þangað inn þannig að hún verði undir einu þaki. Þá sé mikilvægt fyrir sveitarfélagið að eignast byggingarnar til að hafa frekari áhrif á skipulag miðbæjarins á Hvolsvelli hér eftir.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinLést á Skeiðavegi
Næsta greinÆgismenn bæta við hópinn