Sveitarfélagið heitir á íbúa sína

Guðlaugssund verður synt í sundlauginni á Hvolsvelli þann 11. mars næstkomandi en þá eru liðin 30 ár frá því Guðlaugur Friðþórsson synti tæpa 6 km til lands eftir að Hellisey VE fórst við Vestmannaeyjar.

Ungmennafélagið Eyfellingur og Íþróttafélagið Dímon ætla að minnast þessa afreks með því að halda áheitasund í sundlauginni á Hvolsvelli þriðjudaginn 11. mars nk.

Ágóðinn af sundinu fer í viðhald og hreinsun á Seljavallalaug. Tekið verður við frjálsum framlögum í sundlauginni alla næstu viku.

Sveitarfélagið Rangárþing eystra ætlar að greiða 100 krónur fyrir hverja 100 metra sem þátttakendur synda og skorar á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama.

Fyrri greinPíratar í Árborg íhuga framboð
Næsta greinKanna möguleika til fjármögnunar hjá opinberum aðilum