Sveitarfélagið gaf bekk í Þórsmörk

Minnismerki um Óskar Sigurjónsson, frumkvöðul og einn stofnenda Austurleiðar, var sett upp í Húsadal í Þórsmörk í haust. Rangárþing eystra hefur nú gefið bekk sem settur hefur verið upp við hlið minnismerkisins

Þar getur fólk hvílt lúin bein og notið náttúrufegurðarinnar. Jón Hermannsson og fjölskylda tóku það að sér að festa niður bekkinn.

Það var fjölskylda Óskars og gamlir starfsmenn Austurleiðar sem höfðu veg og vanda að uppsetningu minnismerkisins.

Fyrri greinMótmæla gjaldtöku við Geysi
Næsta greinRafrænn heimur – frábær eða hræðilegur?