Sveitarfélagið tekur þátt í bændamarkaði

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur tekið jákvætt í samþykkt atvinnumálanefndar sveitarfélagsins um að það sjái um og reki húsnæði þar sem hreppsbúar geti leigt bása og selt afurðir sínar, listmuni og handverk.

Telur nefndin að smíðastofa núverandi skólahúsnæðis sé hentug þar til koma megi bændamarkaðnum fyrir á Borgarsvæðinu þar sem það fellur vel að landi og tengingu við sundlaug, verslun og aðra þjónustu á svæðinu.