Sveitarfélagið mögulega skaðabótaskylt

„Við erum alltaf að reyna að gera okkar besta og biðja fólk að fara varlega og passa sig á hálu flísunum en það virðist ekki duga til, það eru allir að flýta sér svo mikið að fólk er að detta og meiða sig.

En þetta hefur þó stórlega minnkað frá því að við opnuðum nýju aðstöðuna, gestir okkar eru farnir að læra betur á mannvirkið,“ segir Þórdís Eygló Sigurðardóttir, forstöðumaður Sundhallar Selfoss.

Talsvert hefur verið um athugasemdir sundlaugargesta vegna því hve gólfflísarnar eru hálar í klefum og þegar komið er út úr þeim.

En er Sveitarfélagið Árborg skaðabótaskylt gagnvart hálkuslysum í lauginni? „Ef um er að ræða líkamstjón þá er send skýrsla til tryggingafélags sveitarfélagsins, en sveitarfélagið er með ábyrgðartryggingu. Það getur síðan farið eftir atvikum hverju sinni hvort um skaðabótaábyrgð er að ræða og er hvert tjónstilvik skoðað sérstaklega,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar í samtali við Sunnlenska.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinEldsupptökin í rafmagnstöflu
Næsta greinGuðný Ingibjörg: Ég var bara að leika