Sveitabúðin UNA opnuð á Hvolsvelli

Sveitabúðin UNA opnaði um síðustu helgi í Bragganum í miðbæ Hvolsvallar. Í búðinni er að finna fallegar vörur úr héraði og má þar nefna m.a. vörur úr ull, fjölbreyttar gjafavörur og mat úr héraði.

Þá er einnig hægt að fá gott kaffi og bakkelsi í búðinni. Það er Valborg Jónsdóttir og fjölskylda sem rekur verslunina.

Á myndinni er Ísólfur G. Pálmason, sveitarstjóri, sem færði þeim systrum Valborgu og Hildi Jónsdætrum blóm á opnunardeginum.

Fyrri grein„Íbúar búnir að fá sig alveg fullsadda af ástandinu“
Næsta greinÆgir krækti í stig – Hamar rúllaði yfir Mána