Sveinn og Ingólfur sækja um í Hafnarfirði

Séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur á Eyrarbakka og Ingólfur Hartvigsson, sóknarprestur á Kirkjubæjarklaustri eru meðal umsækjenda um embætti sóknarprests í Hafnarfjarðarprestakalli.

Tíu sóttu um embættið sem veitist frá 1. september næstkomandi. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts í Kjalarnessprófastsdæmi.

Umsækjendur eru:

Cand. theol. Davíð Þór Jónsson

Séra Gunnar Jóhannesson

Séra Hannes Björnsson

Séra Ingólfur Hartvigsson

Séra Jón Helgi Þórarinsson

Séra Skúli Sigurður Ólafsson

Séra Stefán Már Gunnlaugsson

Mag. theol. Sveinn Alfreðsson

Séra Sveinn Valgeirsson

Séra Þórhildur Ólafs

Fyrri greinGOS upp um deild í sveitakeppninni
Næsta greinÓk yfir tvö lömb og stakk af