Sveinn leiðir lista framfarasinna í Ölfusi

Framfarasinnar í Ölfusi, framboð óháðra og félaga í Framsóknarfélagi Ölfuss hefur ákveðið að bjóða fram aftur í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Listi framboðsins var samþykktur á fundi Framsóknarfélags Ölfuss á dögunum.

Á listanum er fólk sem hefur starfað á núverandi kjörtímabili og sumir mun lengur að sveitastjórnarmálum auk þess sem nýjir frambjóðendur eru á lista Framfarasinna í Ölfusi. Í tilkynningu frá framboðinu segir að þessir aðilar eigi það sameiginlegt að hafa metnað og áhuga á að starfa saman að málefnum sveitarfélagsins á næsta kjörtímabili og vilja leggja sitt af mörkum til að gera gott samfélag enn betra.

Framfarasinnar fengu tvo kjörna bæjarfulltrúa í síðustu kosningum en sömu aðilar og voru efstir á listanum 2010 skipa þrjú efstu sætin í komandi kosningum.

„Í heildina gekk mjög vel að manna listann og er kynjahlutfall jafnt. Málefnavinna framboðsins er hafin og eru allir sem koma að framboðinu fullir tilhlökkunar að takast á við verkefnin sem framundan eru í vor og á komandi kjörtímabili,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Listann skipa:
1. Sveinn Steinarsson, hrossabóndi og forseti bæjarstjórnar, Litlalandi Ölfusi.
2. Anna Björg Níelsdóttir, bókari og bæjarfulltrúi, Sunnuhvoli Ölfusi.
3. Jón Páll Kristófersson, rekstrarstjóri, Þorlákshöfn.
4. Ágústa Ragnarsdóttir, grafískur hönnuður og kennari, Þorlákshöfn.
5. Baldur Þór Ragnarsson, einkaþjálfari, Þorlákshöfn.
6. Eyrún Hafþórsdóttir, ráðgjafi og nemi, Þorlákshöfn.
7. Grétar Geir Halldórsson, rafvirkjameistari, Þorlákshöfn.
8. Anna Júlíusdóttir, kennari, Þorlákshöfn.
9. Michal Rybinski, rafvirki, Þorlákshöfn.
10. Margrét S Stefánsdóttir, tónlistarkennari, Hvoli Ölfusi.
11. Sigurður Garðarsson, verkstjóri, Þorlákshöfn.
12. Valgerður Guðmundsdóttir, þjónustustjóri, Þorlákshöfn.
13. Páll Stefánsson, dýralæknir, Stuðlum Ölfusi.
14. Hansína Á. Björgvinsdóttir, fyrrv. kennari og bæjarstjóri í Kópavogi.