Sveinarnir brugðu blysum á loft

Frá blysförinni í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar og nærsveitungar kvöddu jólin með glæsilegri þrettándagleði í kvöld. Hátíðin fór fram í kulda og blíðu og viðraði vel til brennuhalda og flugeldasýninga. Þetta er í fyrsta skipti í tvö ár sem þrettándagleðin er haldin á Selfossi og er óhætt að segja að fjölmenni hafi verið á svæðinu.

Farin var mjög fjölmenn blysför frá Tryggvaskála að brennustæði við tjaldstæði Gesthúsa þar sem kveikt var í þrettándabálkesti. Björgunarfélag Árborgar ásamt Ungmennafélagi Selfoss sáu svo um glæsilega flugeldasýningu af Fjallinu eina.

Jólasveinarnir voru að sjálfsögðu á svæðinu ásamt álfum og tröllum og kvöddu þeir krakkana á Selfossi áður en haldið var til fjalla.

Fyrri greinGóð bóksala fyrir jólin
Næsta greinÞórsarar keyrðu yfir Blika