Sveik út smálán í nafni annars

Karlmaður var kærður í síðustu viku fyrir fjársvik en hann hafði tekið út smálán í nafni annars einstaklings.

Tilvikin eru þrjú og heildarupphæðin um 60 þúsund krónur.

Ekki er vitað hvernig maðurinn bar sig að en málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Selfossi.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Ökklabrot og hraðakstur
Næsta greinTafir vegna stórflutninga