Svava ráðin framkvæmdastjóri FSRV

Svava Davíðsdóttir.

Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu hefur ákveðið að ráða Svövu Davíðsdóttur sem nýjan framkvæmdastjóra byggðasamlagsins.

Tveir sóttu um starfið og var ákvörðun tekin að loknum viðtölum við umsækjendur. Svava starfaði áður sem félagsmálastjóri FSRV en tók við starfi framkvæmdastjóra þann 1. nóvember síðastliðinn. Í tilkynningu frá FSRV kemur fram að Svava muni starfa eftir nýju stjórnskipulagi sem samþykkt hefur verið í aðildarsveitarfélögunum.

Fyrri greinAnna stakk upp á Öldunni
Næsta greinHamar vann Suðurlandsslaginn – Hrunamenn hressir á Skaganum