Svarmi safnar og greinir gögn fyrir Landgræðsluna

(F.v.) Tryggvi Stefánsson, framkvæmdastjóri Svarma og Árni Bragason, landgræðslustjóri, undirrituðu samninginn. Ljósmynd/Landgræðslan

Landgræðslan og Svarmi ehf. hafa gert með sér samning um söfnun og flokkun gagna til frekari greiningarvinnu á sviði fjarkönnunar, kennslu og leiðbeiningar um notkun á GPS mælitækjum og ýmsa aðra tengda ráðgjöf.

Árni Bragason, landgræðslustjóri, og Tryggvi Stefánsson, framkvæmdastjóri Svarma ehf. undirrituðu samninginn í gær.

Í samningum kemur fram að Svarmi ehf. mun safna saman öllum þeim gögnum sem aðgengileg eru og nýst geta til flokkunar og greiningar á landinu, hvort sem um er að ræða flokkun með vélrænum lærdómi eða öðrum hefðbundnum aðferðum á sviði fjarkönnunar.

Meginverkefnið verður söfnun, úrvinnsla og flokkun gagna hjá Landgræðslunni og samstarfsaðilum sem tilbúnir eru að leggja verkefninu lið með gögnum sem mögulega geta nýst. Svarmi ehf. mun flokka gögnin og útbúa þau þannig að þau séu eins nálægt því að vera tilbúin til notkunar í landflokkun og kostur er.

Fyrri greinVeðurstöðin á Selfossi komin í gagnið
Næsta greinÁ hraðferð með laust barn í bílnum