Svanhvít í 1. sæti á T-listanum

Svanhvít Hermannsdóttir á Lambastöðum er í 1. sæti T-listans í Flóahreppi sem býður fram í sveitarstjórnarkosningunum þann 31. maí nk.

Í fréttatilkynningu frá T-listanum segir að á listanum sé fólk sem hefur starfað að sveitarstjórnarmálum áður auk nýrra frambjóðenda. Þessir aðilar eiga það sameiginlegt að vilja leggja sitt af mörkum til að gera gott samfélag í Flóahreppi enn betra.

Listann skipar fjölbreyttur hópur með víðtæka reynslu sem mun nýtast vel í málefnavinnu sem er nú þegar hafin. Afrakstur þeirrar vinnu mun líta dagsins ljós þegar nær dregur að kosningum.

Listann skipa:
1. Svanhvít Hermannsdóttir, sveitarstjórnarmaður og sagnfræðingur, Lambastöðum.
2. Elín Höskuldsdóttir, sveitarstjórnarmaður, Galtastöðum.
3. Rósa Matthíasdóttir, ferðaþjónustubóndi, Hraunmörk.
4. Ágúst Valgarð Ólafsson, tölvunarfræðingur, Forsæti 3.
5. Jóhann Helgi Hlöðversson, ferðaþjónustubóndi og heildsali, Vatnsholti 2.
6. Anný Ingimarsdóttir, félagsráðgjafi, Vorsabæjarhjáleigu.
7. Benedikt Hans Kristjánsson, bóndi, Ferjunesi II.
8. Jón Elías Gunnlaugsson, bóndi, Ölvisholti.
9. Elinborg Alda Baldvinsdóttir, móttökufulltrúi, Vorsabæ 2.
10. Vigfús Helgason, kennari, Laugarvöllum.

T-listinn bauð fram í sveitarstjórnarkosningunum 2010 og fékk þá einn mann kjörinn.

Fyrri greinSunnlenska.is er 4 ára í dag
Næsta greinStóðu sig vel á stökkfimimóti