Svandís lýsir sig vanhæfa

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, hefur lýst sig vanhæfa til að fjalla um aðalskipulag Ölfuss 2002-2014, sem tekur meðal annars til Bitruvirkjunar.

Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra, hefur verið settur umhverfisráðherra í málinu. Svandís lýsir sig vanhæfa vegna ummæla um Bitruvirkjun sem hún hefur látið falla á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur og stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.