Svaf í svefnpoka við ráðhúsið

Í nótt barst tilkynning til lögreglunnar á Selfossi um mann með svefnpoka sem væri að leggja sig til við Ráðhúsið í Þorlákshöfn.

Maðurinn sagðist vera frá Búlgaríu og væri í atvinnuleit. Hann hafði farið um suðvesturhorn landsins en ekki orðið ágengt með að fá vinnu. Maðurinn hafði næga fjármuni til að framfleyta sér og var með vegabréf.

Hins vegar var hann að drýgja peninginn með því að spara sér að kaupa gistingu á meðan hann væri ekki kominn með atvinnu.