Svaðbælisá flæddi yfir varnargarða

Í morgun kom flóð niður Svaðbælisána og fór yfir varnargarða við Þorvaldseyri.

Flóðið er að sjatna og hefur ekki valdið skemmdum á vegamannvirkjum. Vatn hefur farið yfir varnargarða á 150 metra kafla. Mikil eðja er í vatninu og framburður.

Flugvél Landhelgisgæslunnar er yfir jöklinum og vatnamælingamenn eru á leiðinni austur. Að sögn Veðurstofu er aðeins minni órói á jarðskjálftamælum. Mjög mikil úrkoma hefur verið undir Eyjafjöllum síðasta sólarhring.

Fyrri greinMarkaður og kaffihús í Sunnulækjarskóla
Næsta greinSet styrkir knattspyrnuna