Svaðbælisá flæddi í morgun

Töluverðir vatnavextir hafa verið í Svaðbælisá í morgun og fór vatn yfir varnargarða.

Vatn flæddi yfir vatnagarða, sem reistir voru í nótt til að sporna gegn flóðinu og út á tún á svæðinu. Ræsi undir þjóðveginum dugðu ekki til og litlu mátti muna að vatn flæddi yfir þjóðveginn.

Lögreglan á Hvolsvelli fylgist grannt með gangi mála og fólkið mun vera viðbúið á bæjunum í nágrenninu.