Svæðið við gosstöðvarnar rýmt

Svæðið í kringum gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi var rýmt af lögreglu og björgunarsveitarmönnum, sem voru á vakt á svæðinu eftir að ný sprunga opnaðist þar rétt fyrir klukkan sjö í kvöld.

Ferðalöngum á leið að gosstöðvunum var snúið frá og þyrlur fluttu nokkra frá Bröttufönn niður á Morinsheiði.

Ákveðið var að loka vegum í varðúðarskyni inn í Þórsmörk, á Mýrdalsjökul um Sólheimajökul og við Skóga á Fimmvörðuháls. Samband var haft við skálaverði í Þórsmörk og þeir upplýstir um stöðuna.

Ekki er hætta í byggð vegna þessara breytinga á gosstöðvunum.

Fyrri greinKarfa: KR komið yfir í einvíginu
Næsta greinEnn lokað á gosstöðvunum