Sunnlensku fjallkonurnar 2025

Árný Ilse Árnadóttir var fjallkonan á Selfossi. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen

Það ríkir alltaf spenna fyrir því að sjá hver verður fjallkonan á 17. júní. Sunnlenska.is hefur safnað hér saman myndum af nokkrum glæsilegum sunnlenskum fjallkonunum í ár.

Í Þorlákshöfn var það Dagrún Inga Jónsdóttir sem var fjallkonan. Ljósmynd/Anna Margrét Káradóttir
Catharina Marie Berta Krentel var í hlutverki fjallkonunnar í Flóahreppi. Ljósmynd/Hulda Kristjánsdóttir
Fjallkonan í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er Lára Bjarnadóttir. Ljósmynd/Daníela Stefánsdóttir
Fjallkonan á Eyrarbakka var Drífa Pálín Geirs. Hér er hún ásamt fánaberunum Paula Jane Lobitana og Svanhildi Pálín Viktorsdóttur. Ljósmynd/Elín Birna
Fjallkona Hrunamannahrepps var Dagný Lilja Birgisdóttir í Birtingaholti. Ljósmynd/Fríður Sæmundsdóttir
Fjallkona Mýrdalshrepps var Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir. Hún flutti ljóðið Skaftárþing. Ljósmynd/Harpa
Erla María Kristinsdóttir var fjallkona Grímsnes- og Grafningshrepps. Ljósmynd/María Huld Hilmarsdóttir
Fjallkonan í Aratungu var Kristín Ísabella Karlsdóttir. Ljósmynd/Agnes
Fjallkona Hveragerðis var Sólveig Diljá Haraldsdóttir. Ljósmynd/Ívar Sæland
Therese Sundberg var fjallkonan á Hellu. Ljósmynd/Ösp Viðarsdóttir
Fjallkona Kvenfélags Laugdæla var Ásta Rós Rúnarsdóttir frá Efri-Reykjum. Ljósmynd/Helga Kristín
Kvenfélagið Eygló undir Eyjafjöllum hélt hátíðarhöld á Heimalandi og þar var Sandra Líf fjallkona. Ljósmynd/Sigurmundur Jónsson
Á Hvolsvelli var dagurinn haldin hátíðlegur og þar var fjallkonan Sjöfn Lovísa Bahner Jónsdóttir. Ljósmynd/
Sigurmundur Jónsson
Fjallkonan í Kambsrétt var Jóhanna Sigrún Haraldsdóttir. Ljósmynd/Guðrún Arnbjörg Óttarsdóttir
Á Goðalandi var hátíðarkaffi á vegum Kvenfélagsins Hallgerðar og þar var fjallkonan Helena Dröfn Kristjánsdóttir. Ljósmynd/Sigurmundur Jónsson
Á Goðalandi voru margir sem mættu í þjóðbúningi. Ljósmynd/Sigurmundur Jónsson
Frá þjóðbúningakaffinu í Varmahlíð í Hveragerði. Hátíðargestir sem klæddust þjóðbúningi hittust og gengu saman í Lystigarðinn. Ljósmynd/Ívar Sæland

Ef þú átt mynd af sunnlenskri fjallkonu, sendu okkur hana endilega á johanna@sunnlenska.is og við uppfærum fréttina.

Fyrri greinÞjóðhátíðarskjálfti í Henglinum
Næsta greinGöngumaður slasaðist á Kattatjarnaleið