Sunnlensku fjallkonurnar 2024

Ásrún Aldís Hreinsdóttir var fjallkonan á Selfossi og flutti hún ljóðið Fjallganga eftir Tómas Guðmundsson utanbókar. Lögreglukonurnar eru (t.v.) Helga Rún Einarsdóttir og Eva Dís Heimisdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Það ríkir alltaf spenna fyrir því að sjá hver verður fjallkonan á 17. júní. Sunnlenska.is hefur safnað hér saman myndum af nokkrum glæsilegum sunnlenskum fjallkonunum í ár.

Fjallkonan í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er Margrét Inga Ágústsdóttir. Fylgdardömurnar heita Réka Freya Juhász og Viktória Saga Juhász. Ljósmynd/Sylvía Karen Heimisdóttir
Í Þorlákshöfn var það Þorbjörg Auður Ævarr Sveinsdóttir frá Litlalandi í Ölfusi sem var í hlutverki fjallkonunnar. Ljósmynd/Anna Margrét Káradóttir
Fjallkona Flóahrepps 2024 er Þórunn Sturludóttir Schacht frá Fljótshólum. Ljósmynd/Fanney Ólafsdóttir
Fjallkonan á Eyrarbakka var Elísabet Ómarsdóttir og fánaberar þeir Hannes Breki Björnsson og Þorsteinn Jón Hlöðversson. Ljósmynd/Elín Birna Bjarnfinnsdóttir
Fjallkonan í Aratungu var Anna María Marcinkowska. Ljósmynd/Helgi Kjartansson
Fjallkona Kvenfélags Grímsneshrepps var Veiga Dögg Magnúsdóttir á Borg. Ljósmynd/Aðsend
Nýstúdentinn og dúxinn Sara Rosida Guðmundsdóttir frá Leyni 1 var fjallkonan á Laugarvatni. Ljósmynd/Stefanía Hákonardóttir
Á Hvolsvelli var Jódís Assa Antonsdóttir fjallkona. Ljósmynd/Anton Kári Halldórsson
Fjallkona Hveragerðis var Ásta Björg Ásgeirsdóttir, kirkjuvörður. Fánaberar eru (t.v.) Sigríður Jóhannesdóttir Danner, skátaforingi og Sjöfn Ingvarsdóttir, flokksforingi og dóttir Ástu fjallkonu. Ljósmynd/Ingibjörg Zoëga
Rakel Ýr Sigurðardóttir var fjallkonan á Hellu. Ljósmynd/Ösp Viðarsdóttir
Fjallkona Hrunamannahrepps var Sintija Dorožka. Ljósmynd/Fríður Sæmundsdóttir
Árleg Smalabúsreið fór fram í Kambsrétt við Lýtingsstaði í Holtum í dag. Fjallkonan var Helga Sunna Sigurjónsdóttir í Raftholti. Ljósmynd/Guðrún Arnbjörg Óttarsdóttir
Fjallkonan í Fljótshlíðinni var Emma Eir Ívarsdóttir. Fánaberar eru Steinunn Kolbeinsdóttir og Herdís Jóna Heiðarsdóttir. Ljósmynd/Berglind Ýr Jónasdóttir
Fjallkona Fljótshlíðar, Emma Eir Ívarsdóttir í bláum kyrtli og fjallkona Rangárþings eystra, Jódís Assa Antonsdóttir í skautbúning. Ljósmynd/Berglind Ýr Jónasdóttir
Hjördís Rut Jónsdóttir, fjallkona Mýrdalshrepps, stillir sér hér upp á torfærubílnum Bombunni en ekkert sveitarfélag á Íslandi er með jafn marga torfærubíla meðað við höfðatölu eins og Mýrdalshreppur. Ljósmynd/Aðsend
Fjallkona Vestur Eyfellinga 2024 er Katrín Birna Viðarsdóttir á Ásólfsskála. Ljósmynd/Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson
Fjallkona Vestmannaeyja þetta árið var Barbora Gorová. Ljósmynd/Guðrún Ósk Jóhannesdóttir

Ef þú átt mynd af sunnlenskri fjallkonu, sendu okkur hana endilega á netfrett@sunnlenska.is og við uppfærum fréttina.

Fyrri greinSvanur sæmdur fálkaorðunni
Næsta greinErt þú í tengslum?