Sunnlensku fjallkonurnar 2022

Ingibjörg Jónsdóttir var fjallkona á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Það ríkir alltaf spenna fyrir því að sjá hver verður fjallkonan á 17. júní. Sunnlenska.is hefur safnað hér saman myndum af nokkrum glæsilegum sunnlenskum fjallkonunum í ár.

Hrafnhildur Lilja Harðardóttir var fjallkonan í Ölfusinu. Ljósmynd/Anna Margrét Káradóttir
Margrét Bergsdóttir frá Brjánsstöðum var fjallkonan í Grímsnes og Grafningshreppi. Ljósmynd/Sonja Jónsdóttir
Elín Karlsdóttir frá Óseyri var fjallkonan á Eyrarbakka. Ljósmynd/María Ben Ólafsdóttir
Fjallkonan í Skeiða og Gnúpverjahreppi var Iðunn Ósk Jónsdóttir frá Ásum. Með henni á myndinni eru Eyrún Ýr Ástmarsdóttir og Margrét Unnur  Hákonardóttir. Ljósmynd/Álfheiður Viðarsdóttir
Fjallkonan í Rangárþingi eystra heitir Oddný Lilja Birgisdóttir. Ljósmynd/Árný Lára Karvelsdóttir
Dóróthea Ármann frá Friðheimum var fjallkonan í Aratungu. Ljósmynd/Jón Bjarnason
Fjallkona á 17. júní hátíðarhöldum á Hellu 2022 var Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir. Með henni eru t.v. Þorbjörg Björgvinsdóttir og t.h. Helga Björk Garðarsdóttir. Ljósmynd/Eiríkur Vilhelm Sigurðarson
Viktoría Sif Kristinsdóttir, fjallkonan í Hveragerði, las upp ljóð eftir föður sinn, Kristinn G. Kristjánsson, sem heitir Ættjarðarljóð, lofgjörð til Íslands. Ljósmynd/Thelma Rós Kristinsdóttir
Margrét Sigurðardóttir frá Neðra Dal var fjallkonan undir Vestur-Eyjafjöllum, við hátíðarhöldin sem haldin voru á Heimalandi í umsjá Ungmennafélagsins
Trausta og Kvenfélagsins Eyglóar. Ljósmynd/Katrín Birna
Fjallkona á Laugarvatni var Glódís Pálmadóttir.
Hún flutti ljóðið Laugardalur eftir Einar E. Sæmundssen. Ljósmynd/Erla Þorsteinsdóttir
Gerður Þórisdóttir var fjallkona á Kirkjubæjarklaustri 2022. Ljósmynd/Kristín Ásgeirsdóttir

Ef þú átt mynd af sunnlenskri fjallkonu, sendu okkur hana endilega á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinBanaslys á Mýrdalssandi
Næsta greinDrífa og Guðni sæmd fálkaorðu