Þegar íslenskir hestar fara utan til að taka þátt í stórmótum eins og heimsmeistaramótinu í hestaíþróttum, fylgja þeim ekki aðeins knapar og liðsstjórar, heldur líka hey frá Íslandi. Það er ekki tilviljun, heldur afar mikilvæg ráðstöfun til að tryggja heilbrigði hestanna og lágmarka áhættu á veikindum.
Líkt og undanfarin ár er það Vilhjálmur Þórarinsson í Litlu-Tungu í Holtum sem sér íslensku hestunum fyrir heyi. Hann hefur síðan 1999 styrkt íslenska landsliðið með úrvalsheyi. Frá þessu er greint á heimasíðu LH og rætt við Vilhjálms sem segist telja að íslenskir hestar þurfi íslenskt fóður til að tryggja heilbrigði og árangur.
„Íslenskt hey er líka ákaflega næringarríkt og hentar vel fyrir hesta frá náttúrunnar hendi. Við seljum því töluvert að heyi erlendis líka, þar sem menn eru oft á tíðum að glíma við plöntur í grassverðinum sem henta ekki hestum og eru jafnvel eitraðar þeim. Á síðasta ári seldum við til dæmis einnig Austurríksaliðinu hey og það er gaman að segja frá því að þeim hefur aldrei gengið eins vel,“ segir Vilhjálmur.
Heimsmeistaramót íslenska hestsins fram fer í Sviss 4.-10. ágúst næstkomandi.