Sunnlenskir Neyðarkallar að störfum

Í dag stóð til að hundruðir sjálfboðaliða björgunarsveitanna tækju þátt í einni mikilvægustu fjáröflun Landsbjargar. Þess í stað sá óveðrið björgunarsveitarfólki fyrir öðrum verkefnum.

Á fimmta hundrað aðstoðarbeiðnum hefur verið sinnt í dag af björgunarsveitarfólki um land allt. Það má því segja að veðrið hafi teppt Neyðarkalla í að komast réttar hendur.

Vonandi kemur það ekki að sök og vonast Slysavarnafélagið Landsbjörg til þess að landsmenn taki vel á móti sjálfboðaliðum félagsins þegar þeir bjóða Neyðarkallinn á morgun.

Síðdegis í dag voru ennþá hundruðir björgunarsveitamanna að störfum í óveðrinu víða um land og á meðfylgjandi mynd má sjá dreifingu þeirra kl. 17:00 í dag á Suðurlandi – eða með öðrum orðum „sunnlenska Neyðarkalla að störfum“.

Fyrri greinEnn er óveður víða
Næsta greinHulda Rós stefnir á 6. sætið