Sunnlenskar fjárréttir 2024

Margar hendur vinna létt verk í Hrunaréttum. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen

Fyrstu fjárréttir á Suðurlandi verða um næstu helgi þegar réttað verður í Fossrétt á Síðu á föstudag og Skaftárrétt á laugardag.

Á sunnudag verður síðan réttað í Haldréttum og Þóristunguréttum á Holtamannaafrétti og mánudaginn 9. september í Fjallrétt við Þórólfsfell.

Stóra réttahelgin í uppsveitum Árnessýslu er 13.-14. september. Á föstudeginum verður réttað í Hrunaréttum og Skaftholtsréttum og á laugardeginum í Tungnaréttum og Reykjaréttum á Skeiðum. Sama dag verður réttað í Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Seljalandsréttum undir Eyjafjöllum og í Grafarrétt í Skaftártungu.

Sunnudaginn 15. september er réttað í Brúsastaðarétt í Þingvallasveit og Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð og mánudaginn 16. í Grafningsrétt í Grafningi.

Landréttir við Áfangagil verða fimmtudaginn 19. september og þá helgina verður einnig réttað bæði í Austur- og Vestur-Landeyjum, í Reyðarvatnsréttum á Rangárvöllum, Ölfusrétt í Reykjadal og Selvogsrétt í Selvogi.

Fyrri greinHópslagsmál við Ölfusárbrú til rannsóknar
Næsta greinRóleg vakt hjá löggunni