Sunnlenska.is 2 ára

Í dag eru tvö ár síðan fréttavefurinn sunnlenska.is fór í loftið.

Vefurinn fékk frábærar viðtökur strax í upphafi og er umferð um hann ennþá að aukast jafnt og þétt. Í dag er svo komið að hann er mest lesni héraðsfjölmiðillinn á Suðurlandi.

Vefurinn er heimsóttur úr öllum heimshornum og á fjölmarga fasta lesendur erlendis t.d. um alla Skandinavíu, Bandaríkin og Bretland. Þá eru fjölmargar reglulegar heimsóknir frá fjarlægari stöðum eins og Ástralíu, Japan og Tansaníu.

Allt frá því vefurinn fór í loftið hefur ritstjórn hans kappkostað að flytja fréttir af öllu Suðurlandi auk þess að fjalla um menningarmál og íþróttir í héraðinu.

Ritstjórn sunnlenska.is þakkar lesendum sínum fyrir góðar móttökur og horfir björtum augum fram á veginn.

Fyrri greinHátt í hundrað eignir á sölu
Næsta greinÓlafur Oddur skjaldarhafi í fjórða sinn