Sunnlenska í öll hús á Suðurlandi

Sunnlenska fréttablaðinu er dreift í dag í öll hús á Suðurlandi og með því fylgir 24 blaðsíðna aukablað um Sveitarfélagið Árborg.

Það mun því berast til áskrifenda, sem og annarra, með póstinum í dag.

Það er ástæðan fyrir því að það kom ekki til áskrifenda í gær og breyttum útgáfudegi þessa vikuna.

Blaðið mun svo koma til áskrifenda á venjulegum tíma í næstu viku, miðvikudaginn 13. júní.