Sunnlendingar sækja um stöðu skógræktarstjóra

Ellefu umsækjendur eru um stöðu skógræktarstjóra, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti starfið laust til umsóknar þann 3. október síðastliðinn.

Meðal umsækjenda eru Björn Bjarndal Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga, Hreinn Óskarsson, verkefnisstjóri Hekluskóga, Rangæingurinn Jón Ágúst Jónsson, forstöðumaður hjá Náttúrustofu Austurlands og dr. Páll Sigurðsson, skógfræðingur í Litlu-Sandvík.

Aðrir umsækjendur eru:
Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur og forstöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá
Edda Sigurdís Oddsdóttir, líffræðingur
Guðmundur Guðbergsson, Platoon Commander
Jón Ágúst Jónsson, forstöðumaður
Lárus Heiðarsson, skógræktarráðunautur
Loftur Þór Jónsson, lektor
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, framkvæmdastjóri
Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri Þjóðskóganna

Umsóknarfrestur var til 19. október sl. og mun valnefnd meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra sem skipar í stöðuna til fimm ára að ráðningarferli loknu.

Fyrri greinHamarsmenn sterkir á heimavelli
Næsta greinBjörgvin spyr um málefni Suðurlands