Sunnlendingar í áströlskum ferðaþætti

Ahn Do, ástralskur ferðaþáttastjórnandi, fékk að taka upp innslag fyrir þátt sinn hjá sunnlenska ferðaþjónustufyrirtækinu Offroad Iceland ehf.

Að sögn Hafsteins Þorvaldssonar, eiganda Offroad Iceland ehf., þá var tekið upp langt innslag en þátturinn nýtur mikilla vinsælda í Ástralíu. „Það vakti reyndar athygli okkar að þáttastjórnandinn þorði ekki sjálfur í ferð með okkur þannig að þetta var allt klippt til. En við vonum að það komi vel út samt,” segir Hafsteinn.

Offroad Iceland ehf., býður upp á akstur í sérútbúnum torfærubílum uppi í Bolöldu og sagði Hafsteinn að ágætur gangur væri á því og viðskiptavinum væri að fjölga milli ára. Félagið hefur gert samning við Iceland Excursion í markaðsmálum.

Fyrri greinSkaði kominn í verslanir
Næsta greinSöfnun fyrir börn Kristínar Marti