Sunneva meistari í B-flokki

Selfyssingurinn Sunneva Guðmundsdóttir sigraði í B-flokki á Íslandsmótinu í blómaskreytingum sem fram fór að Reykjum í Ölfusi í dag.

Sunneva starfar í Blómaval á Selfossi og vinnufélagi hennar, Atli Freyr Reimarsson, úr Þorlákshöfn, varð í 2. sæti í sama flokki. Í B-flokki keppa nemar og ófaglærðir.

Íslandsmeistari í blómaskreytingum varð Jón Þröstur Ólafsson, blómaskreytingameistari í Blómaval í Skútuvogi.