Sungið í fjörunni

Jónsmessuhátíðinni á Eyrarbakka lauk í kvöld með Jónsmessubrennu í fjörunni vestan við þorpið.

Hundruðir fólks voru samankomin í fjörunni en hátíðin í dag heppnaðist sérstaklega vel enda fjölbreytt dagskrá í boði í blíðviðrinu. Það viðraði líka vel til brennuhalds en vegna öskumisturs var reyndar aðeins hrópað þrefalt húrra fyrir Emil veðurathugunarmanni en hann fékk ferfalt húrra í fyrra í glampandi sólskini.

Að venju hófst samkoman í kvöld á þjóðsöng Eyrbekkinga, Elskulegi Eyrarbakki, en síðan tók Kristján Runólfsson við með ávarpi.

Hið margrómaða Bakkaband hélt síðan uppi stemmingunni og spilaði undir söng og dansi við bálið fram á nótt.

Fyrri greinFólksfjöldi á fornbílasýningu
Næsta greinReyndi að flýja réttvísina