Sundlaugum lokað vegna kuldakasts

Sundhöll Selfoss. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Vegna mikils kuldakasts næstu daga verður þjónusta sundlauga Árborgar takmörkuð næstu daga.

Sundlaug Stokkseyrar verður lokuð fá og með sunnudeginum 12. mars og í Sundhöll Selfoss verða allir heitu pottarnir lokaðir, ásamt sveppalauginni á útisvæði.

Innilaugar verða opnar í Sundhöll Selfoss ásamt útisundlauginni, eimbaði og sauna.

Í tilkynningu frá sveitarfélaginu er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur en vonast er til að allt verði komið í samt lag þegar hitastig fer að stíga á ný.

Fyrri greinSelfoss komst lítið áfram í seinni hálfleik
Næsta grein„Flestir halda að næsta frí verði það sem gefi manni sanna hamingju“