Sundlaugin opin fram á nótt

Rangárþing eystra ætlar að halda upp á Jónsmessuna með því að hafa miðnæturopnun í sundlauginni á Hvolsvelli.

Sundlaugin verður opin til klukkan 02:00 aðfaranótt þriðjudagsins 24. júní.

Gestir geta skellt sér í sund í miðnætursólinni, hlustað á tónlist, jafnvel teflt eða bara svamlað um og notið sín.

Þarna er gott tækifæri fyrir nátthrafna að gera nýja hluti.

Fyrri greinHeitavatnslaust í hluta Selfossbæjar
Næsta greinChristine sýnir í Listagjánni